Loksins eru prófin búin og ég að hressast af flensunni sem er búin að hrjá mig síðustu daga. Ég verð nú bara að segja að ég hafi staðið mig frekar vel í þessu öllu saman, búin að fá einkunnir út úr öllu nema prófinu sem að ég var í gær. Þannig að ég ákvað að verðlauna mig svolítið og keypti mér þetta dýrindis eyrnaband. Núna verður mér sko ekki kalt á eyrunum í vetur. :)
Ein yndislega lasin webcam mynd af mér með eyrnabandið.