Wednesday, November 5, 2014

Góðverk helgarinnar



Aðfaranótt sunnudags varð ég fyrir þeirri miður skemmtilegri reynslu að týna seðlaveskinu mínu niðrí miðbæ Reykjavíkur. Þá erum við að tala um að allt hafi verið í þessu veski, greiðslukort, ökuskírteini, háskólakortin, peningar bara nefndu það! Ekki nóg með það þá þótti mér líka mjög vænt um veskið en það var jólagjöf frá bestu vinkonu minni.

Ég hljóp upp og niður laugaveginn eins og brjálæðingur íklædd halloween búning ásamt svo mörgum öðrum. Byrjun mánaðarins og það mætti halda að allir hafi fengið þá hugmynd að fara niðrí bæ á þessum tíma! Ég bara skil það ekki, haha! Miður mín hringdi ég í fyrrnefndu vinkonu mína og bað hana um að sækja mig vegna þess að það var engin leið fyrir mig að borga leigubíl heim.

Daginn eftir þegar ég var löngu búin að gefa upp alla von að fá veskið aftur fékk ég skilaboð á facebook um að veskið mitt væri fundið. Þá hafði þessi tiltekni ungi maður fundið veskið mitt og tekið það með sér heim, reynt að ná í mig á ja.is en þar sem ég er ekki skráð þar fundið mig á facebook. Án djóks trú mitt á mannkynið rauk upp við þessa reynslu. Vona að karmað eigi eftir að fara vel með þennan dreng! Á meðan mun ég læra af reynslunni og aldrei fara með allt heila klabbið niðrí bæ aftur.



- Sigrún Alda

Monday, November 3, 2014

Sweater Weather

Algjört peysuveður í dag! Kaldur mánudagur, nóvember byrjaður, haustið að kveðja og veturinn að taka við. Kannski ekki skrítið að þykkar og kósí peysur hafa einkennt Pinterestið mitt síðustu daga.











- Sigrún Alda


Wednesday, October 29, 2014

Nordic Wishlist

Untitled #3
Er búin að þrá þennan hrafna púða frá By Nord síðan að ég sá hann á Akureyri í sumar. Ótrúlega fallegur, myndin gefur honum ekki nógu góð skil. Pyro pet kertin eru eitthvað sem að ég mun eignast! Veit bara ekki alveg hvenær, frábær hönnun eftir Þórunni Árnadóttur. Efst uppi fyrir miðju sjáum við svo MoMa dagatal, mjög skemmtileg útfærsla af dagatali fæst í Minju á Skólavörðustíg.


- Sigrún Alda

Saturday, April 26, 2014

IKEA

Þar sem að ég er veik heima hef ég ekkert betra að gera en að setja saman einn lítinn IKEA óskalista. Sit hér og dreymi um að heimilið sé hreint og fullkomið og ég með óteljandi heimild á kortinu. En lífið er víst ekki svo gott, þannig að um er að gera að njóta bara með auganu.

Ikea love

Er ferlega skotin í þessum nýja púða og á þegar Hönefoss speglanna en það má alltaf bæta í safnið. Allar þessar vörur fást í IKEA á Íslandi.


- Sigrún Alda

Wednesday, April 23, 2014

Sleek Makeup - Haustfjörð

Haustfjörð er ný íslensk vefverslun stofnuð af förðunarfræðing. Hún selur förðunarvörurnar frá Sleek, hlægilega ódýrar og spennandi vörur. Ákvað að skella mér á þrjár vörur hjá henni, endilega skoðið úrvalið hvort þetta sé eitthvað fyrir ykkur. Veit ekki með ykkur en ég fagna því alltaf þegar að það er boðið upp á ódýrar og góðar vörur hér á Íslandi.

Matte me - Brink Pink: Gloss sem er samt eiginlega eins og mattur varalitur. Mig hefur lengi langað til þess að prufa lime crime glossin og er að vonast eftir því að þessir séu jafn góðir. Er fljótandi fyrst en verður síðan alveg matt. Fæst hér

Eyebrow Stylist: Er algjör sökker fyrir augabrúnavörum. Þar sem að ég er með mjög ljósar augabrýr er ég alltaf að leitast eftir hinum fullkomna blýanti. Hlakka til að prufa þennan! Fæst hér

True color lipstick - Baby Doll: Mig vantar sætan nude varalit sem að hentar við allt! Nude varalit sem er fullkomin við smokey förðun, hef ekki enþá fundið þann eina rétta. Here's hoping! Fæst hér


- Sigrún Alda