Friday, December 30, 2011

Verkefni morgundagsins

Fyrst að ég hafði ekki tíma til þess að kaupa mér jólakjól þá verður verkefni morgundagsins að finna mér áramótakjól! Svo hittir líka svo heppilega á að flestar verslanir eru byrjaðar með útsölur með allt að 50 % afslætti. Ég er búin að vera mjög skotin í glimmeri og pallíettum nýlega, þannig að mig langar mjög til þess að kaupa mér slíkan kjól en ég veit ekki hvort að ég ætti að kaupa mér eitthvað praktískara. Hérna eru dæmi um kjóla sem að ég bara verð að eignast, allir úr sitthvorri búðinni. Hver er fallegastur?

                                  Kiss                             Gyllti kötturinn                      Lakkalakk

Úff ef að ég þekki sjálfa mig rétt, ætli ég endi ekki á því að kaupa mér eitthvern glamourous pallíettukjól!
Það kemur þá allt í ljós á morgun, let the shopping begin!

Thursday, December 29, 2011

Fyrsta blogg

En ein andvöku nóttin mín og ég fékk skyndilega þá sniðugu hugmynd að byrja að blogga.
Ég hef lengi verið að fylgjast með hinum ýmsu bloggum bæði íslenskum og erlendum, mestmegnis tískublogg, heimilis- og hönnunarblogg og síðast en ekki síðst DIY (Do-It-Yourself) blogg. 

En ég hef eitthvern veginn aldrei komið mér í það að búa til blogg fyrr en núna.
Ég ætla ekki að hafa þetta blogg sem eitthverja ákveðna tegund af bloggi heldur ætla ég bara að blogga eftir áhugamáli og því sem að mér sýnist hverju sinni. Þar á meðal um tísku og vonandi kem ég með eitthvað af DIY verkefnum og ljósmyndum, þar sem að æðislegi kærasti minn gaf mér Canon 1100 D í jólagjöf :)

Jæja ég ætla að segja þetta gott í bili og við sjáum til hvað verður úr þessu bloggi. En á meðan skulum við njóta jólanna eða það sem að eftir er af þeim :)