Friday, December 30, 2011

Verkefni morgundagsins

Fyrst að ég hafði ekki tíma til þess að kaupa mér jólakjól þá verður verkefni morgundagsins að finna mér áramótakjól! Svo hittir líka svo heppilega á að flestar verslanir eru byrjaðar með útsölur með allt að 50 % afslætti. Ég er búin að vera mjög skotin í glimmeri og pallíettum nýlega, þannig að mig langar mjög til þess að kaupa mér slíkan kjól en ég veit ekki hvort að ég ætti að kaupa mér eitthvað praktískara. Hérna eru dæmi um kjóla sem að ég bara verð að eignast, allir úr sitthvorri búðinni. Hver er fallegastur?

                                  Kiss                             Gyllti kötturinn                      Lakkalakk

Úff ef að ég þekki sjálfa mig rétt, ætli ég endi ekki á því að kaupa mér eitthvern glamourous pallíettukjól!
Það kemur þá allt í ljós á morgun, let the shopping begin!

No comments:

Post a Comment