En ein andvöku nóttin mín og ég fékk skyndilega þá sniðugu hugmynd að byrja að blogga.
Ég hef lengi verið að fylgjast með hinum ýmsu bloggum bæði íslenskum og erlendum, mestmegnis tískublogg, heimilis- og hönnunarblogg og síðast en ekki síðst DIY (Do-It-Yourself) blogg.
En ég hef eitthvern veginn aldrei komið mér í það að búa til blogg fyrr en núna.
Ég ætla ekki að hafa þetta blogg sem eitthverja ákveðna tegund af bloggi heldur ætla ég bara að blogga eftir áhugamáli og því sem að mér sýnist hverju sinni. Þar á meðal um tísku og vonandi kem ég með eitthvað af DIY verkefnum og ljósmyndum, þar sem að æðislegi kærasti minn gaf mér Canon 1100 D í jólagjöf :)
Jæja ég ætla að segja þetta gott í bili og við sjáum til hvað verður úr þessu bloggi. En á meðan skulum við njóta jólanna eða það sem að eftir er af þeim :)