Tuesday, January 28, 2014

100 Happy Days: Pt. 1

100 Happy Days er áskorun sem að gengur út á það að finna hamingjuna í lífinu og fanga þau augnablik á mynd. Ég rakst á þessa áskorun í byrjun janúar og fannst hún vera mjög krúttleg. Þar sem að ég var frekar langt niðri fyrir, nýbúin að falla í sálfræði með 5,7 í staðin fyrir 6. Atvinnulaus og fannst allt hálf ómögulegt ákvað ég að ögra sjálfri mér og taka þátt. Fyrir mér er virkileg áskorun að vera hamingjusöm í 100 daga í röð, án þess að sleppa úr degi. Strax er ég nú þegar búin með 1/4 af leiðinni, aðeins 75 dagar eftir! Núna ætla ég semsagt að gera follow up á því sem að hefur glatt mig síðast liðna 25 daga. Ætla svo vonandi í framhaldi að ná að gera part 2,3 og 4.

Dagur 1: Litla nýfædda frænkan mín, ég ætla að vera besta móðursystirin

Dagur 2: Eldaði kjúklingabringur fyrir strákanna

Dagur 3: Fjölskyldumatarboð, lambalæri og með því

Dagur 4: Fór í bíó á Anchorman 2 með kæró og besta vinaparinu

Dagur 5: Kíkti á útsölur, en endaði svo á því að kaupa bara nýja vöru *týpískt ég*

Dagur 6: Á leiðinni í atvinnuviðtal hjá Eymundsson, sem að ég var mjög ánægð að fá

Dagur 7: Daginn eftir komin með vinnunna og tilbúin í fyrsta daginn

Dagur 8: Púsla með elsku litlu systur minni, það sem að ég hef gaman af henni <3

Dagur 9: Útsölu craze, trúið mér ég er búin að fara mörgum sinnum eftir þetta

Dagur 10: Uppgvötaði Sherlock (já veit sein). Horfði á alla þættina á svona einni viku.

Dagur 11: Smá súkkulaðiterta og mjólkurglas á afmælinu hennar Svanhildar

Dagur 12: Elska að vinna í Hafnarfirði, svo fallegt umhverfi. Svo skemmir heldur ekki fyrir að það sé byrjað að birta

Dagur 13: Þessi hundur fylgir manni hvert sem að maður fer

Dagur 14: Í bíltúr með kærastanum í grenjandi rigningu = kósí

Dagur 15: Byrjaði að lesa nýju bókina hans Arnalds (búin með Yrsu)

Dagur 16: Fór með Sindra á Vegamót (annað sinn í sömu viku) Er ástfangin af Penne pastanu.

Dagur 17: Fékk nýtt hulstur í pósti, búin að fá 2 í viðbót síðan. Elska eBay.

Dagur 18: Daglegi bloggrúnturinn minn = heilög stund

Dagur 19: Það snjóaði svo fallega eftir vinnu, varð bara að taka mynd

Dagur 20: En eitt matarboðið, spiluðum Cards against Humanity = love it

Dagur 21: Fór á sálfræði djamm with ma girl, bjór á 390 kr. maður kvartar ekki

Dagur 22: Modern Family, kók og snakk eftir langa vinnutörn

Dagur 23: Selfie í mátunarklefa, auðvitað komst ég ekki hjá því að fara aftur á útsöluna

Dagur 24: Jeb keypti mér nýjan Hello Kitty slopp, ný komin úr sturtu þarna wopwop

Dagur 25: Horfi á þessa mynd af mömmu minni á hverjum einasta degi og hugsa hlýtt til hennar <3


-Sigrún Alda

Black Milk: Batman

Black Milk var enn einu sinni að gefa út skemmtilega línu. Að þessu sinni er það Batman, þar sem að Batman og allir óvinir koma fram. Persónulega er Batman uppáhalds ofurhetjan mín og sérstaklega illmenninn, persónulegt uppáhald Harvey Quinn og Catwoman. Ég ásamt mörgum öðrum beið kl. 1 í nótt eftir að línan yrði opinberuð á Pinterest. Varð hins vegar fyrir örlitlum vonbrigðum þegar að ég sá hana, alltof mikið af plain fötum. Þau hefðu getað gert svo mikið betur, var að vonast eftir meira af Harley Quinn og Poison Ivy. En ætli þetta sé ekki bara ágætt, svo að maður dæmi nú ekki veskið.

Hér eru þær flíkur sem að mér þykja flottastar, getið svo ýtt á feitletraða Pinterest linkinn til þess að komast í albúmið og sjá allar flíkurnar.

Pils í Harley stíl

Bad Kitty Body Suit

Poison Ivy sundbolur

Batman sundbolur

Kjóll - til í fjórum litum

Joker bomber jakki

Body suit

Batman sundbolur - skikkjan fylgir með

Einn svona Catwoman samfestingur

Crystal kjóll - ótrúlega flott efnið í honum

Bad Kitty samfella (held að þessi standi mest upp úr hjá mér)

The Bad Guy Top líka til í svörtu!

- Sigrún Alda