Tuesday, January 28, 2014

100 Happy Days: Pt. 1

100 Happy Days er áskorun sem að gengur út á það að finna hamingjuna í lífinu og fanga þau augnablik á mynd. Ég rakst á þessa áskorun í byrjun janúar og fannst hún vera mjög krúttleg. Þar sem að ég var frekar langt niðri fyrir, nýbúin að falla í sálfræði með 5,7 í staðin fyrir 6. Atvinnulaus og fannst allt hálf ómögulegt ákvað ég að ögra sjálfri mér og taka þátt. Fyrir mér er virkileg áskorun að vera hamingjusöm í 100 daga í röð, án þess að sleppa úr degi. Strax er ég nú þegar búin með 1/4 af leiðinni, aðeins 75 dagar eftir! Núna ætla ég semsagt að gera follow up á því sem að hefur glatt mig síðast liðna 25 daga. Ætla svo vonandi í framhaldi að ná að gera part 2,3 og 4.

Dagur 1: Litla nýfædda frænkan mín, ég ætla að vera besta móðursystirin

Dagur 2: Eldaði kjúklingabringur fyrir strákanna

Dagur 3: Fjölskyldumatarboð, lambalæri og með því

Dagur 4: Fór í bíó á Anchorman 2 með kæró og besta vinaparinu

Dagur 5: Kíkti á útsölur, en endaði svo á því að kaupa bara nýja vöru *týpískt ég*

Dagur 6: Á leiðinni í atvinnuviðtal hjá Eymundsson, sem að ég var mjög ánægð að fá

Dagur 7: Daginn eftir komin með vinnunna og tilbúin í fyrsta daginn

Dagur 8: Púsla með elsku litlu systur minni, það sem að ég hef gaman af henni <3

Dagur 9: Útsölu craze, trúið mér ég er búin að fara mörgum sinnum eftir þetta

Dagur 10: Uppgvötaði Sherlock (já veit sein). Horfði á alla þættina á svona einni viku.

Dagur 11: Smá súkkulaðiterta og mjólkurglas á afmælinu hennar Svanhildar

Dagur 12: Elska að vinna í Hafnarfirði, svo fallegt umhverfi. Svo skemmir heldur ekki fyrir að það sé byrjað að birta

Dagur 13: Þessi hundur fylgir manni hvert sem að maður fer

Dagur 14: Í bíltúr með kærastanum í grenjandi rigningu = kósí

Dagur 15: Byrjaði að lesa nýju bókina hans Arnalds (búin með Yrsu)

Dagur 16: Fór með Sindra á Vegamót (annað sinn í sömu viku) Er ástfangin af Penne pastanu.

Dagur 17: Fékk nýtt hulstur í pósti, búin að fá 2 í viðbót síðan. Elska eBay.

Dagur 18: Daglegi bloggrúnturinn minn = heilög stund

Dagur 19: Það snjóaði svo fallega eftir vinnu, varð bara að taka mynd

Dagur 20: En eitt matarboðið, spiluðum Cards against Humanity = love it

Dagur 21: Fór á sálfræði djamm with ma girl, bjór á 390 kr. maður kvartar ekki

Dagur 22: Modern Family, kók og snakk eftir langa vinnutörn

Dagur 23: Selfie í mátunarklefa, auðvitað komst ég ekki hjá því að fara aftur á útsöluna

Dagur 24: Jeb keypti mér nýjan Hello Kitty slopp, ný komin úr sturtu þarna wopwop

Dagur 25: Horfi á þessa mynd af mömmu minni á hverjum einasta degi og hugsa hlýtt til hennar <3


-Sigrún Alda

No comments:

Post a Comment