Monday, March 19, 2012

Límbyssur og saumavélar

Hæ!

Ég er komin í gott skap, er búin að vera með bilað hleðslutæki í mánuð og það var gjörsamlega að gera mig brjálaða. Þannig að kærasti minn ákvað að redda mér nýju hleðslutæki hálftíma fyrir lokun, en ég er mjög sátt en þó blönk. Svo að ég held að ég geti ekki hellt mér í skartgripagerðina fyrr en eftir mánaðarmótin, en það á eftir að koma betur í ljós síðar. Það er allt á fullu inn í höfðinu á mér, er komin með svo alltof margar hugmyndir sem að mig langar til þess að framkvæma. Það er ekki séns að ég nái að gera allt sem að mig langar til þess að gera! Ég ætti kannski að fara skrifa þær bestu niður á blað svo að ég gleymi þeim ekki.

Mig vantar hitt og þetta til þess að komast á fullt í þetta svo sem:

Sæta límbyssu
Markmið 2012, er að eignast mína eigin saumavél!

Það er allt svo sjúklega dýrt hérna á Íslandi, var að skoða studs í dag og viti menn 10 stk. á 800 kr. á þetta að vera eitthvað djók? Sem betur fer bauðst sæta systir mín til þess að hjálpa mér að panta hitt og þetta að utan og það sem að ég ætla allavega að panta eru hauskúpu perlur, allskyns studs/gadda, krossa perlur, helst keðjur í metratali og kannski nokkar tangir. 

Saturday, March 17, 2012

Business idea?

Frá því að ég bloggaði síðast, um fjaðrahálsmenið sem að ég bjó til, útbjó ég einnig eitt fyrir vinkonu mína í afmælisgjöf. Ég hef verið að fá svo góð viðbrögð fyrir þessu, svo að mér datt í hug að fara út í að selja svona hálsmen og ýmislegt annað sem að ég bý til sjálf. Ætli ég fjalli ekki betur um þetta á morgun, því að ég ætla nýta sunnudaginn í að fara í smá verslunarferð og kaupa hitt og þetta í hin ýmsu verkefni og föndra. Vona að þið takið vel í þetta, ætla allavega að byrja búa til ýmislegt fyrir mig sjálfa og sýni ykkur myndir af því áður en að ég fer að fjöldaframleiða eitthvað, haha. Annars eigiði gott kvöld og njótiði helgarinnar :)

Hope you'll like it..

Saturday, March 3, 2012

Long time no see

Langt síðan að ég bloggaði, búið að vera svo mikið að gera hjá mér í skólanum og ég og Sindri erum búin að taka alla íbúðina í gegn. Pósta kannski myndum af því seinna, þegar ég er búin að klára.
En allavega þá er ég búin að vera að passa hana Lilju mína í allan dag, var að losna núna, haha :)
Við erum bara búnar að vera dúlla okkur í dag og ég er búin að ná að gera 2 DIY verkefni. Woho!
Ákvað að vera svo sniðug og sýna ykkur myndir af því hér á blogginu :)

Pósta kannski betri mynd seinna, þegar að ég er með það á mér.
Snyrti aðstaðan sem að ég og Sindri erum búin að búa til.

DIY sem að ég gerði fyrr í febrúar.

Burstasettið sem að ég fjallaði um í færslunni á undan.
Dadaaa, er búin að eyða löööngum parti af deginum í þetta (léleg mynd)

Fallega peysan sem að mamma var að prjóna handa mér.

Haha svona var Lilja í dag, lá á gólfinu og horfði á Mr. Bean.

Sæta dúllan að borða sjálf skyr í kvöldmatinn, endaði með að ég þurfti bara að baða hana.

Þá er það ekki meira í bili, er farin út að gera eitthvað skemmtilegt :) Endilega commentið ef að þið hafið eitthvað um þetta að segja, alltaf gaman að vita að sé verið að fylgjast með því sem að maður gerir. 

Adios amigos!