Ég er komin í gott skap, er búin að vera með bilað hleðslutæki í mánuð og það var gjörsamlega að gera mig brjálaða. Þannig að kærasti minn ákvað að redda mér nýju hleðslutæki hálftíma fyrir lokun, en ég er mjög sátt en þó blönk. Svo að ég held að ég geti ekki hellt mér í skartgripagerðina fyrr en eftir mánaðarmótin, en það á eftir að koma betur í ljós síðar. Það er allt á fullu inn í höfðinu á mér, er komin með svo alltof margar hugmyndir sem að mig langar til þess að framkvæma. Það er ekki séns að ég nái að gera allt sem að mig langar til þess að gera! Ég ætti kannski að fara skrifa þær bestu niður á blað svo að ég gleymi þeim ekki.
Mig vantar hitt og þetta til þess að komast á fullt í þetta svo sem:
Sæta límbyssu
Markmið 2012, er að eignast mína eigin saumavél!
Það er allt svo sjúklega dýrt hérna á Íslandi, var að skoða studs í dag og viti menn 10 stk. á 800 kr. á þetta að vera eitthvað djók? Sem betur fer bauðst sæta systir mín til þess að hjálpa mér að panta hitt og þetta að utan og það sem að ég ætla allavega að panta eru hauskúpu perlur, allskyns studs/gadda, krossa perlur, helst keðjur í metratali og kannski nokkar tangir.
No comments:
Post a Comment