Lalala, hver er latur bloggari?
Jæja ég er bara búin að hafa það kósí í páskafríinu, kærastinn gaf mér Risaegg frá Nóa Siríus sem að er 1,4 kg að þyngd! Við erum ekki einu sinni hálfnuð með það og ég er ekki að búast við að fara að klára það eitthvað á næstunni, en annars var það mjög sætt af honum. Ég er bara búin að vera dunda mér eitthvað heima í fríinu, setti upp fataslána mína og nýju skóhilluna mína. Ég er semsagt núna með tvær skóhillur, eina undir hversdags skó og aðra (nýju) undir hælaskó. Þegar að ég byrjaði að raða í nýju hilluna, komst ég að því að ég á virkilega mikið af hælaskóm!! Hillan tekur hvorki meira né minna en 14 skópör og kom ég ekki einu sinni öllum hælaskónum mínum í hana.
Not mine, en engu að síður mjög fallegt! Á alveg eins fataslá :)
Úff mér sem fannst ég aldrei eiga neina skó, en þetta gerist einmitt þegar að maður raðar hlutunum sínum upp til sýnis þá sér maður hvað maður virkilega á og finnst mér einmitt mun skemmtilegra að vera með fallegustu fötin á fataslá. Bæði vegna þess að þá er maður mun líklegri til þess að grípa til þeirra og svo fá fötin einnig að njóta sín vel þarna hangandi á slánni í staðinn fyrir í lokaðari skúffu. Tek kannski myndir af þessu um helgina og sýni ykkur, nenni ekki að gera það núna vegna þess að meiri en helmingurinn af fötunum mínum er skítugur og þarf ég að taka einn góðan þvottadag um helgina.

Þessi virðist vera viðeigandi, miðað við núverandi fataástandið mitt