Monday, April 23, 2012

Galaxy og sólgleraugu pt II

Ég keypti mér sólgleraugu síðastliðinn miðvikudag, svört með rauðri slaufu eins og ég fjallaði um í síðasta bloggi. En ekki entist gleðin lengi, því að þau brotnuðu strax daginn eftir! Oh hvað ég var fúl, en í staðinn ákvað ég að fara í dag og kaupa mér ný og keypti ég því þessi gulu með keðjunni fyrir neðan núna rétt áðan.

En ég stoppaði ekki þar, ó neeei heldur keypti ég mér einnig sjúklega flottan galaxy kjól er btw búin að leita lengi af galaxy efni en aldrei fundið slíkt. Ah, hann er svo ótrúlega flottur, hlakka til að nota hann við tækifæri.


Vandræðanleg með nýju sólgleraugun

Monday, April 16, 2012

Sólgleraugu

Með hækkandi sól, kemur þörfin á ný fyrir sólgleraugu.
Mín eru orðin heldur rispuð og beygluð, svo það er komin tími á ný.

Þessi eru algjörlega sjúk! þarf að eignast þau
Vávávívá
Litrííík!

Sumar og sól núna takk!

Friday, April 13, 2012

Shop Couture

Ég elska Shop Couture! Á miðvikudaginn keypti ég mér glært naglalakk sem að gerir önnur naglalökk mött sem að mig er búið að langa lengi í og ég kippti einnig með mér augnhárabrettara og æðislegum gloss, sem er bara með þeim flottari sem að ég hef notað.

Nude Pink
Nagalökkin hjá þeim eru æði

Var einnig að kaupa mér nokkra skartgripi rétt í þessu, en þeir eru ekki væntanlegir fyrr en á mánudaginn. Hlakka ekkert smá til að fá þá :)

Gat ekki ákveðið lit, svo að ég keypti bara báða!
So pretty
 Keypti líka eina svona teyju í gullituðu

Love it...

Thursday, April 12, 2012

Litli lati bloggarinn

Lalala, hver er latur bloggari? 

Jæja ég er bara búin að hafa það kósí í páskafríinu, kærastinn gaf mér Risaegg frá Nóa Siríus sem að er 1,4 kg að þyngd! Við erum ekki einu sinni hálfnuð með það og ég er ekki að búast við að fara að klára það eitthvað á næstunni, en annars var það mjög sætt af honum. Ég er bara búin að vera dunda mér eitthvað heima í fríinu, setti upp fataslána mína og nýju skóhilluna mína. Ég er semsagt núna með tvær skóhillur, eina undir hversdags skó og aðra (nýju) undir hælaskó. Þegar að ég byrjaði að raða í nýju hilluna, komst ég að því að ég á virkilega mikið af hælaskóm!! Hillan tekur hvorki meira né minna en 14 skópör og kom ég ekki einu sinni öllum hælaskónum mínum í hana. 

Not mine, en engu að síður mjög fallegt! Á alveg eins fataslá :)


Úff mér sem fannst ég aldrei eiga neina skó, en þetta gerist einmitt þegar að maður raðar hlutunum sínum upp til sýnis þá sér maður hvað maður virkilega á og finnst mér einmitt mun skemmtilegra að vera með fallegustu fötin á fataslá. Bæði vegna þess að þá er maður mun líklegri til þess að grípa til þeirra og svo fá fötin einnig að njóta sín vel þarna hangandi á slánni í staðinn fyrir í lokaðari skúffu. Tek kannski myndir af þessu um helgina og sýni ykkur, nenni ekki að gera það núna vegna þess að meiri en helmingurinn af fötunum mínum er skítugur og þarf ég að taka einn góðan þvottadag um helgina.


Þessi virðist vera viðeigandi, miðað við núverandi fataástandið mitt