Ég keypti mér sólgleraugu síðastliðinn miðvikudag, svört með rauðri slaufu eins og ég fjallaði um í síðasta bloggi. En ekki entist gleðin lengi, því að þau brotnuðu strax daginn eftir! Oh hvað ég var fúl, en í staðinn ákvað ég að fara í dag og kaupa mér ný og keypti ég því þessi gulu með keðjunni fyrir neðan núna rétt áðan.
En ég stoppaði ekki þar, ó neeei heldur keypti ég mér einnig sjúklega flottan galaxy kjól er btw búin að leita lengi af galaxy efni en aldrei fundið slíkt. Ah, hann er svo ótrúlega flottur, hlakka til að nota hann við tækifæri.
Vandræðanleg með nýju sólgleraugun
No comments:
Post a Comment