Wednesday, May 2, 2012

Sumar

Ég er komin í svo brjálað sumarskap, það er ótrúlegt hvað hækkandi sól getur látið manni líða svo mun betur. Ég á þó öll prófin mín eftir, en mér þykir alltaf svo mikið auðveldara og þæginlegra að fara í próf á vorönn heldur en á haustönn. Ætli það sé ekki bara sólin og góða veðrið sem að ræður því? En ég naglalakkaði mig allavega í tilefni sumarsins í dag :)

Kannski ekki allra besta myndin, en sjáið þó að ég er með rautt og gullt naglalakk

Úr einu yfir í annað, þá er besta vinkona mín að fara að útskrifast núna og ég hef ekki hugmynd um hvað ég eigi að gefa henni. Ef að þið laumið á eitthverri sniðugri hugmynd þá eru allir hugmyndir vel þegnar! :)

No comments:

Post a Comment