Vá hvað þetta blogg hefur algjörlega farið framhjá mér. Ég hef ekki bloggað síðan í ágúst, virkilega?
En núna sit ég heima fárveik og búin að horfa á gjörsamlega allt sem að mér dettur í hug, Modern Family, New Girl, Once Upon a Time, The Big Bang Theory og The Vow. Ég get svo svarið það að allir góðu þættirnir byrja á sama tíma, sem er gott fyrir sjúkling eins og mig haha.
Það sem hefur drifið mína daga frá því að ég bloggaði síðast er aðallega Danmerkur ferðin mín, sem að var æðisleg. Verslaði hitt og þetta, fór út með 7 kg. tösku og kom til baka með 21 kg., það segir nú sitt. En það var indælt að komast aðeins frá hversdagsleikanum og vera aðeins með tengdafjölskyldunni minni. Ég keypti mér meðal annars Samsung Galaxy S II sem að ég var búin að vera að tala svo mikið um og guð minn góður hvað ég er ástfangin af honum. Hef ekki getað slitið mig frá honum, en kannski er aðal ástæðan fyrir því sú að talvan mín hefur verið í viðgerð frá því að ég bloggaði síðast, eða síðan 29. ágúst. Ég sem að er í tölvuskóla takk fyrir, úff get ekki beðið eftir því að fá hana aftur. Vona að það verði sem fyrst.
Annars hefur fátt annað skeð, hef bara verið stanslaust að læra, vinna og allt þetta óáhugaverða. Byrjaði hinsvegar á projecti núna í vikunni, fór í IKEA og keypti mér hitt og þetta. Meðal annars hvít herðatré á fataslána mína og stórt galant hornskrifborð sem að ég ætla að nýta mér undir allt föndrið mitt. Fékk líka hvíta malm kommóðu svo að ég hef verið dugleg að endurraða fötunum mínum. Er búin að fara í gegnum sirka helmingin og losa mig við það sem að ég er löngu hætt að nota, vá hvað það er frelsandi. Núna get ég bara opnað fataskápinn og notað þau föt sem að mér langar til, en ekki láta eitthver gömul og slitin föt fylla upp í allt plássið mitt sem að er af skornum skammti.
Hérna eru smá símamyndir af því sem ég hef verið að gera :)
No comments:
Post a Comment