Tuesday, January 28, 2014

Black Milk: Batman

Black Milk var enn einu sinni að gefa út skemmtilega línu. Að þessu sinni er það Batman, þar sem að Batman og allir óvinir koma fram. Persónulega er Batman uppáhalds ofurhetjan mín og sérstaklega illmenninn, persónulegt uppáhald Harvey Quinn og Catwoman. Ég ásamt mörgum öðrum beið kl. 1 í nótt eftir að línan yrði opinberuð á Pinterest. Varð hins vegar fyrir örlitlum vonbrigðum þegar að ég sá hana, alltof mikið af plain fötum. Þau hefðu getað gert svo mikið betur, var að vonast eftir meira af Harley Quinn og Poison Ivy. En ætli þetta sé ekki bara ágætt, svo að maður dæmi nú ekki veskið.

Hér eru þær flíkur sem að mér þykja flottastar, getið svo ýtt á feitletraða Pinterest linkinn til þess að komast í albúmið og sjá allar flíkurnar.

Pils í Harley stíl

Bad Kitty Body Suit

Poison Ivy sundbolur

Batman sundbolur

Kjóll - til í fjórum litum

Joker bomber jakki

Body suit

Batman sundbolur - skikkjan fylgir með

Einn svona Catwoman samfestingur

Crystal kjóll - ótrúlega flott efnið í honum

Bad Kitty samfella (held að þessi standi mest upp úr hjá mér)

The Bad Guy Top líka til í svörtu!

- Sigrún Alda

1 comment:

  1. Þú ert svo mikið gull elsku besta Sigrún mín, gaman að fylgjast með þér hérna og þú getur allt.
    Elskjú
    Linda frænka

    ReplyDelete