Já þetta tókst víst! 100 myndir á 100 dögum, ekki svindlað og sleppt úr degi. Var mikið erfiðara en að ég hélt, enda er ég búin að sjá þó nokkuð marga gefast upp á þessari áskorun. En ég er mjög ánægð með sjálfa mig að hafa náð að klára þetta, eftir allt þá var ég nú að þessu fyrst og fremst fyrir mig sjálfa. En hér koma dagar 76-100, endilega njótið síðustu daganna með mér :)
Dagur 76: Fór á konukvöld Smáralindarinnar, keypti mér sitthvað og skellti mér svo á Castello
Dagur 77: Tattoið búið að gróa svona líka vel
Dagur 78: Fór í smá þrif og kaup á baðherbergisvörum
Dagur 79: Tók þátt í nomakeupchallenge.
Dagur 80: Keypti mér bonsai tré, já það er dautt núna :(
Dagur 81: Fórum með þessum á rúntinn
Dagur 82: Haha þarna var ég alveg á last minute, en kærastinn gerir mig alltaf glaða :)
Dagur 83: Jarðaber og appelsínu súkkulaði nom
Dagur 84: Grillhús deit
Dagur 85: Bíó á Need for Speed, frekar góð bara
Dagur 86: Fórum í smá göngu með þennan
Dagur 87: Skelltum okkur á Vegamót, er sjúk í Penne Pasta
Dagur 88: Horfði á síðasta How I Met Your Mother :(
Dagur 89: Fór í heimsókn til guðdóttur minnar
Dagur 90: Las Hljóðin í nóttinni
Dagur 91: Keypti mér loksins Nike Free Run <3 ást við fyrstu sýn
Dagur 92: Ferming hjá Sölva mági mínum
Dagur 93: Kósí sunnudagur
Dagur 94: Fór á rúntinn með Grétu minni
Dagur 95: Las þessa
Dagur 96: Regnbogi á leiðinni heim úr vinnunni
Dagur 97: Skellti mér á kósíkvöld Kringlunnar með þessum, þarna vorum við á nýju fabrikkunni
Dagur 98: Kósí föstudagur, Delivery man, kertaljós og rómantík
Dagur 99: Eignaðist loksins Naked 2 pallettuna mína. Yndislega frænkan mín kippti einni með fyrir mig frá NY
Dagur 100: Gerði mér góðan dag og nældi mér í þetta sett, maður er víst ekki maður með mönnum vinnandi í bókabúð og ekki búin að lesa þessa snilld.