Saturday, April 26, 2014

IKEA

Þar sem að ég er veik heima hef ég ekkert betra að gera en að setja saman einn lítinn IKEA óskalista. Sit hér og dreymi um að heimilið sé hreint og fullkomið og ég með óteljandi heimild á kortinu. En lífið er víst ekki svo gott, þannig að um er að gera að njóta bara með auganu.

Ikea love

Er ferlega skotin í þessum nýja púða og á þegar Hönefoss speglanna en það má alltaf bæta í safnið. Allar þessar vörur fást í IKEA á Íslandi.


- Sigrún Alda

Wednesday, April 23, 2014

Sleek Makeup - Haustfjörð

Haustfjörð er ný íslensk vefverslun stofnuð af förðunarfræðing. Hún selur förðunarvörurnar frá Sleek, hlægilega ódýrar og spennandi vörur. Ákvað að skella mér á þrjár vörur hjá henni, endilega skoðið úrvalið hvort þetta sé eitthvað fyrir ykkur. Veit ekki með ykkur en ég fagna því alltaf þegar að það er boðið upp á ódýrar og góðar vörur hér á Íslandi.

Matte me - Brink Pink: Gloss sem er samt eiginlega eins og mattur varalitur. Mig hefur lengi langað til þess að prufa lime crime glossin og er að vonast eftir því að þessir séu jafn góðir. Er fljótandi fyrst en verður síðan alveg matt. Fæst hér

Eyebrow Stylist: Er algjör sökker fyrir augabrúnavörum. Þar sem að ég er með mjög ljósar augabrýr er ég alltaf að leitast eftir hinum fullkomna blýanti. Hlakka til að prufa þennan! Fæst hér

True color lipstick - Baby Doll: Mig vantar sætan nude varalit sem að hentar við allt! Nude varalit sem er fullkomin við smokey förðun, hef ekki enþá fundið þann eina rétta. Here's hoping! Fæst hér


- Sigrún Alda

Sunday, April 13, 2014

100 Happy Days: Pt 4

Já þetta tókst víst! 100 myndir á 100 dögum, ekki svindlað og sleppt úr degi. Var mikið erfiðara en að ég hélt, enda er ég búin að sjá þó nokkuð marga gefast upp á þessari áskorun. En ég er mjög ánægð með sjálfa mig að hafa náð að klára þetta, eftir allt þá var ég nú að þessu fyrst og fremst fyrir mig sjálfa. En hér koma dagar 76-100, endilega njótið síðustu daganna með mér :)

Dagur 76: Fór á konukvöld Smáralindarinnar, keypti mér sitthvað og skellti mér svo á Castello

Dagur 77: Tattoið búið að gróa svona líka vel

Dagur 78: Fór í smá þrif og kaup á baðherbergisvörum

Dagur 79: Tók þátt í nomakeupchallenge. 

Dagur 80: Keypti mér bonsai tré, já það er dautt núna :(

Dagur 81: Fórum með þessum á rúntinn

Dagur 82: Haha þarna var ég alveg á last minute, en kærastinn gerir mig alltaf glaða :)

Dagur 83: Jarðaber og appelsínu súkkulaði nom

Dagur 84: Grillhús deit

Dagur 85: Bíó á Need for Speed, frekar góð bara

Dagur 86: Fórum í smá göngu með þennan

Dagur 87: Skelltum okkur á Vegamót, er sjúk í Penne Pasta

Dagur 88: Horfði á síðasta How I Met Your Mother :(

Dagur 89: Fór í heimsókn til guðdóttur minnar

Dagur 90: Las Hljóðin í nóttinni

Dagur 91: Keypti mér loksins Nike Free Run <3 ást við fyrstu sýn

Dagur 92: Ferming hjá Sölva mági mínum

Dagur 93: Kósí sunnudagur

Dagur 94: Fór á rúntinn með Grétu minni

Dagur 95: Las þessa

Dagur 96: Regnbogi á leiðinni heim úr vinnunni

Dagur 97: Skellti mér á kósíkvöld Kringlunnar með þessum, þarna vorum við á nýju fabrikkunni

Dagur 98: Kósí föstudagur, Delivery man, kertaljós og rómantík

Dagur 99: Eignaðist loksins Naked 2 pallettuna mína. Yndislega frænkan mín kippti einni með fyrir mig frá NY

Dagur 100: Gerði mér góðan dag og nældi mér í þetta sett, maður er víst ekki maður með mönnum vinnandi í bókabúð og ekki búin að lesa þessa snilld.

H&M wishlist

Ákvað að týna nokkra hluti í ósýnilega innkaupakörfu á þessum fallega sunnudegi. Var voða samviskusöm og neitaði mér um ýmislegt, valdi bara það sem að mig nauðsynlega vantar. Vúps upphæðin fór upp í 23.000 kr. En það má svosem deila um hve mikill peningur það sé fyrir 13 hluti, færð tvær flíkur á þessu verði hér á Íslandi. Njótið! Ætla að fara að koma mér út úr húsi, sýnist ég vera að missa af öllu góða veðrinu.


H&M wishlist

H&M wishlist by sigrun-alda-ragnarsdottir featuring H&M

- Sigrún Alda