Wednesday, April 23, 2014

Sleek Makeup - Haustfjörð

Haustfjörð er ný íslensk vefverslun stofnuð af förðunarfræðing. Hún selur förðunarvörurnar frá Sleek, hlægilega ódýrar og spennandi vörur. Ákvað að skella mér á þrjár vörur hjá henni, endilega skoðið úrvalið hvort þetta sé eitthvað fyrir ykkur. Veit ekki með ykkur en ég fagna því alltaf þegar að það er boðið upp á ódýrar og góðar vörur hér á Íslandi.

Matte me - Brink Pink: Gloss sem er samt eiginlega eins og mattur varalitur. Mig hefur lengi langað til þess að prufa lime crime glossin og er að vonast eftir því að þessir séu jafn góðir. Er fljótandi fyrst en verður síðan alveg matt. Fæst hér

Eyebrow Stylist: Er algjör sökker fyrir augabrúnavörum. Þar sem að ég er með mjög ljósar augabrýr er ég alltaf að leitast eftir hinum fullkomna blýanti. Hlakka til að prufa þennan! Fæst hér

True color lipstick - Baby Doll: Mig vantar sætan nude varalit sem að hentar við allt! Nude varalit sem er fullkomin við smokey förðun, hef ekki enþá fundið þann eina rétta. Here's hoping! Fæst hér


- Sigrún Alda

No comments:

Post a Comment