Saturday, February 16, 2013

Cintamani goodies

Ég stóðst ekki mátið í gær og keypti tvær stykki Cintamani peysur, eina fyrir mig og eina fyrir Sindra. Sú sem að ég fékk í jólagjöf er einfaldlega of þægileg í kuldanum, þannig að mér þykir alveg tilvalið að eiga tvær.

Flottur poki

Keypti hana í hvítu, á raspberry bleika fyrir :)

En núna tekur kósí kvöld við, ætla að horfa á algjöra stelpu mynd, Dear John og japla á súkkulaði.

Thursday, February 14, 2013

Buxom - lip gloss

Var að lesa að þessir æðislegu glossar væru komnir til landsins og ákvað því að kíkja á málið. Þeir eiga að stækka varirnar og gera þær fyllri. Nema hvað þegar að í búðina var komið þá kostuðu þeir 6.600 kr. er það eitthvað djók? Þeir kosta 2.400 kr. í Ameríku takk fyrir.
Það eru til óteljandi tegundir af þessum glossum, en þeir hafa allir sitt eigið nafn.

Held að ég sé hrifnust af Debbie..
Katie líka flottur
Amber
Sandy, er mjög flottur
Betty

Þessir, ásamt mörgum öðrum fást hér eða í Lyf og Heilsu :)

Wednesday, February 13, 2013

Rihanna

Vá, Rihanna var svo ótrúlega flott á Grammy's. Kjóllinn, hárið og make-upið var bara perfect. Persónulega þykir mér þessi hárlitur og þessi sídd fara henni mikið betur heldur en allt hitt sem að hún hefur prufað.




Saturday, February 2, 2013

Götumarkaður

Ég, eins og margir aðrir Íslendingar ákvað að nýta mér götumarkaðinn í Smáralind og Kringlu. Keypti mér nokkrar flíkur á frábæru verði, meðal annars emerald græna peysu en emerald er litur ársins 2013. Bjóst seint við því að kaupa mér græna flík, en ég er nú kolfallin fyrir litnum. Hér er eitthvað sem að ég keypti mér núna um helgina, mæli með að allir kíki, síðasti útsöludagurinn er á morgun.

Skór - Zara - 2.995 kr.

Hettupeysa - Mótor og Mía - 1.990 kr.

Maxi kjóll - Gallerí 17 - 2.990 kr.

Blússa - Hagkaup - 2.000 kr.

Jakki/Peysa - Zara - 2.995 kr.

Bolur - Hagkaup - 1.500 kr.

Peysa - Zara - 2.995 kr.

Bolur - Hagkaup - 1.500 kr. 
-Love, Sigrún Alda

Símaveski

 Loksins komin með veskið fyrir símann minn sem að ég pantaði um daginn. Var mikið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að panta svart líka og sé svolítið eftir því að hafa ekki gert það. Veskið er ekkert smá flott og vandað miðað við hversu ódýrt það var. Er alveg ótrúlega ánægð og síminn smellpassar í það. Þetta er algjör snilld þegar að maður nennir ekki að bögglast með veski með sér, þá getur maður bara troðið símanum í þetta og nokkrum kortum og verið good to go!


-Love, Sigrún Alda