Thursday, February 27, 2014

Tattoo

Fékk mér mitt fyrsta tattoo í dag, til heiðurs móður minni. Hún lést úr krabbameini árið 2012 og langaði mig til þess að gera eitthvað fallegt til að heiðra minningu hennar. Því fór það sem svo að ég og systir mín fengum okkur samskonar tattoo af undirskrift hennar sem okkur þykir mjög vænt um. Var búin að draga þetta á langinn en það eru nú komin 2 ár síðan að ég ákvað að fá mér þetta. Mín skoðun er sú að menn eigi ekki að fá sér tattoo nema að vera búin að hugsa þau í gegn. Núna get ég verið sátt og borið nafnið hennar mömmu með stolti, hún verður alltaf hluti að mér.


Ég fékk mér á bakið

Hún fékk sér á úlnliðinn


- Sigrún Alda

Tuesday, February 25, 2014

Black Milk: Game of Thrones

Black Milk, var að gefa út enn eina fatalínuna. Síðast var það Batman og nú er það Game of Thrones. Sjálf er ég nýbyrjuð að fylgjast með þáttunum (ég veit), en þeir lofa mjög góðu! Hérna eru uppáhalds flíkurnar mínar úr línunni. Þið getið svo séð rest hér! Það verður svo hægt að kaupa úr henni þann 11. mars. Enjoy :)

The Iron Throne kjóll

Dreka leggings

Drogon dreka leggings

Game of Thrones catsuit

Clash of Kings sundbolur

Game of Thrones kort



Burned Velvet slá

Drogon sundbolur

Gull kjóll

Dreka pils

Dreka sundbolur

Drogon pils

- Sigrún Alda

Sunday, February 23, 2014

100 Happy Days Pt. 2

Ég er hálfnuð með þessa hamingju áskorun, strax komið að part tvö. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt hingað til, vona að ég haldi þetta út. Ætla pósta hérna myndum frá degi 26-50, getið séð part 1 hér fyrir neðan.

Dagur 26: Tumi sæti liggur alltaf til fóta

Dagur 27: Fallegur snjó dagur

Dagur 28: Uppáhalds kallarnir mínir

Dagur 29: Á leiðinni í innflutningspartý

Dagur 30: Búin að lesa þrjár bækur á árinu

Dagur 31: Var brjálað veður úti á meðan ég var inni með kósí kertaljósi

Dagur 32: Nagla ritualið mitt (ps. það varð tölvunni minni að falli)

Dagur 33: Vesturbæjar ísrúntur með kæró

Dagur 34: Fór á tímarita námskeið í vinnunni, nóg að lesa!

Dagur 35: Uppáhaldin mín að spila saman

Dagur 36: Spilakvöld með yndislegu fólki

Dagur 37: Körfuboltaleikur á Álftanesi

Dagur 38: Yndið mitt ánægð með bókina frá mér

Dagur 39: Ég og kæró byrjuðum að spila Flappy Bird

Dagur 40: Tölvan enþá biluð, forced að horfá þættina mína í símanum hjá kærastanum

Dagur 41: Voffinn minn

Dagur 42: Valentínusardagur, blóm og bók frá sætasta

Dagur 43: Þeir náðu víst ekki að gera við tölvuna mína, svo að ég fékk bara credit fyrir nýrri.
Love my MacBook air <3

Dagur 44: Sól + Ray Ban = good shit

Dagur 45: Nomnom pizzan á 1.000 kr.

Dagur 46: Fór með Tuma í laaaanga göngu í skítakulda (never again)

Dagur 47: Ein rósin dó í vöndinum mínum frá valentínusardegi, kærastinn ákvað að replacea hana

Dagur 48: Já ég var sein að uppgvöta Girls, en kláraði alla þættina á einni viku <3

Dagur 49: Fór í stutta kósí bústaðarferð með fjölskyldunni

Dagur 50: Á leiðinni heim yfir hellisheiðina, svo fallegt land!


- Sigrún Alda

Thursday, February 13, 2014

Muffin Top Killer

Ég hef fylgst með Muffin Top Killer frá því að þær komu fyrst á markað. Þetta er semsagt vefsíða sem að selur frábærar leggings, ekki nóg með það að þær looki vel, heldur eru þær þægilegustu leggings sem að ég hef prufað. Ég varð strax mjög hrifin, en var ekki alveg að tíma að splæsa þeim á mig. Svo lét ég loks verða að því um daginn og hef bara ekki getað farið úr þeim síðan. Þær standa algjörlega fyrir nafni, muffin toppurinn hverfur samstundis. Ef að þið eruð eins og ég og hafið verið að velta því fyrir ykkur um að kaupa eitt stykki, þá segi ég bara látið verða að því! Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því.

Þetta eru mínar

Þessar eru á óskalistanum, læt örugglega verða að því að kaupa þær næst




Finnst þessar vera gjörsamlega sjúkar, en er ekki alveg að tíma þeim strax

Tvöfaldar buxur, eru semsagt þröngar leggings innanundir


Já, þau eru líka með æðislegar peysur


- Sigrún Alda

Monday, February 3, 2014

Kimono hugleiðingar

Kimonoar eru gífurlega vinsælir núna, allir verða að eignast eitt stykki. Þaðan er ég auðvitað ekki frátalin, ég á sjálf eitt stykki mjög plain úr H&M. En ég þrái einn (alla) fyrir neðan frá eBay.

Túrkis


Fjólublár, geng aldrei í fjólubláu en það er eitthvað við þennan sem að heillar


Stuttur eða síður? Hallast frekar að síðum en þeir eru auðvitað dýrari





Silfraður er líka æði


Kóngablár, uppáhalds liturinn minn eins og hjá svo mörgum öðrum

Ein með svo mikinn valkvíða að hún á örugglega eftir að enda með að kaupa sér ekki neinn!

- Sigrún Alda