Monday, January 30, 2012

Ræktin

Já fyrst að ég er búin með eitt af áramótaheitunum mínum (fá bílprófið) þá ætla ég að byrja á næsta.
Mæta í ræktina! Ég var að enda við að kaupa mér þessa æðislegu íþróttatösku, íþróttabrúsa og æfingarhandklæði. Ekki nóg með það að þetta sé bleikt þá kostaði þetta einungis 1.495 kr. samtals!
Já takk fyrir, ég elska hópkaup.is :) þá er það bara að byrja á fullu í ræktinni í þessari viku.


Awwww yeah!

P.S. ef að þið viljið næla ykkur í þetta tilboð þá er það enþá í gangi hér: Hópkaup ...

Friday, January 27, 2012

Ellos Vor/Sumar 2012

Jæja ég náði bílprófinu og kærastinn gjörsamlega henti mér út í djúpu laugina. Hann lét mig hafa lyklana af land cruisernum sínum og ég átti bara gjöra svo vel að keyra ein heim úr skólanum og ég verð eiginlega bara að viðurkenna að það var helvíti skemmtilegt!

En núna er loksins komin heim og aðeins upp í rúm að hvíla mig og les Ellos listann á meðan og læt mig dreyma um hinar ýmsu flíkur þaðan. Aðeins að njóta þess að það sé föstudagur, þó að vinnuhelgin sé framundan.


Adios

Thursday, January 26, 2012

Bílpróf eða ekki bílpróf?

Jæja, ég er víst að fara taka bílprófið á morgun í þessum brjálaða snjó. Ég er virkilega að vona að þetta takist hjá mér, er ekki að nenna að þurfa að taka þetta aftur og hvað þá að eyða pening í þetta! Mér finnst ég allavega vera tilbúin og vona að prófdómaranum finnist það líka haha :)

Svona verður veðrið í prófinu á morgun, haha ef ekki verra

Safety first 

Wish me luck..

Úti er veðrið vont

Þegar að veðrið er svona vont úti, ef ekki það versta veður vetrarins þá er tilvalið að láta sér dreyma um betri tíma fram undan. Sumarið 2012 


Híhí so cute

Mmm... ég elska sumar. Vona svo innilega að allt gangi eftir óskum og að ég fari til sólarlanda með fjölskyldunni minni í sumar. En ef ekki þá verður maður bara að gera það besta úr sumrinu hér heima á Íslandi. :)


Hope you like it, endilega hakið við eitthvað af eftirtöldu að neðan: love, like, dislike, hate.. gaman að sjá að verið sé að fylgjast með blogginu :)

Wednesday, January 25, 2012

Eyða

Úff hvað ég þoli ekki eyður, þarf að bíða í skólanum til klukkan 15:00 eftir einum sögu tíma!
En bráðum verð ég komin með bílprófið (vonandi á föstudaginn) *krossum fingur* þá get eg nú skroppið eitthvað í eyðum :) En þangað til þá læt ég mig dreyma um verslunarferð til útlanda og allar fallegu flíkurnar sem að eru þar.

Gina Tricot

H&M
 BIK BOK
 ....Ég gæti haldið endalaust áfram

Tuesday, January 24, 2012

Tattoo

Oh mér finnst eitthvað svo heillandi við falleg tattoo, mig langar í en svo langar mig ekki í... Rosalega erfið ákvörðun og ég efast um að þetta sé eitthvað sem að ég sé að fara gera fljótlega. Frekar vil ég finna hið fullkomna tattoo áður en að ég set eitthvað á líkamann minn sem að verður þar fast að eilífu. En hér eru nokkur tattoo sem að mér finnst falleg :)

Hvaða tattoo finnst ykkur vera fallegust? :)