Wednesday, January 4, 2012

Útsölur!

Síðan ég bloggaði síðast þá er ég búin að kíkja á útsölurnar í Smáralind, Kringlunni og niðrí miðbæ. Eins og er þá er útsalan ekkert sérstök en ég er þó búin að ná að kaupa mér hitt og þetta.


  • Eina gráa gollu
  • Einn svartan fringe bol
  • Einn beis prjónaðan bol
  • Tvær flottar leggings
  • Fullt af make up úr Zebra á laugarveginum checkið á því, mikill afsláttur :)
  • Geðsjúkan panther hring
  • Og ég held að það sé bara komið þá haha :)
Flotti panther hringurinn sem að ég keypti mér á 1.000 kr. í Gyllta kettinum.

 
Allt make-upið sem að ég keypti mér í Zebra og kostaði einungis 3.500 kr. samtals!

Já ég er sko sátt með kaupin mín þó að það sé ýmislegt annað sem að mig langar í svo sem: loðvesti, pels, annan loðkraga og ýmislegt fl. en ég læt þetta duga í bili og japla bara á ávaxtasalatinu mínu sem að ég bjó til áðan fyrir mig og kærastann.


Já kannski eitt en svo að ég geri þetta nú að lengsta bloggi sögunnar, haha. En núna er klukkan að verða 01:00 og það þýðir bara eitt að hún sæta systir mín Stefanía Sunna sé orðin 22 ára. Ég vil nota tækifærið og óska henni til hamingju með daginn en einu sinni :)

Sæta 22 ára prinsessan :)

Eitt en á meðan við erum að tala um hana Stefaníu, sjáið hvað hún gaf mér awesome jólagjöf!


Já við erum að tala um skull heimasíma! Ekki það að ég eigi símalínu, en hann verður þá bara að vera upp á puntið þangað til :)

Ætla nú ekki að halda áfram að blogga langt fram að nótt, þannig að ég kveð að þessu sinni :)

1 comment: