Sunday, February 19, 2012

Lazy Sunday

Mmm það var svo gott að fá að sofa út í morgun, ég kann sko að meta það að hafa ekkert planað yfir daginn.
Ég dundaði mér við það að þrífa burstasettið mitt, sem var orðið vel skítugt. Ég fór eftir þessu myndbandi á Youtube; http://www.youtube.com/watch?v=vVdciJkmb7o Mjög sniðugt, bara smá sápa og olía og þeir eru eins og nýjir! Keypti mér líka svona krúttlegan blómapott undir þá, vegna þess að ég var orðin þreytt á því að hafa þá alltaf upprúllaða í leðurtöskunni. Mikið auðveldara að ná í þá svona :)

Afsakið lélega webcam mynd, nenni ekki að hlaða myndavélina

Svo já dagurinn minn er aðallega bara búinn að fara í eitthvað svona dundur og að taka til, ætla fara læra fljótlega en fyrst þarf ég að fara sækja litla bróður :) Njótið það sem eftir er af sunnudeginum. Adios!

Travel

Mig dreymir um að ferðast um heiminn. Ef að ég ætti endalaust af peningum myndi ég eflaust fara í heimsreisu. Það væri svo yndislegt að geta fengið að fara til hvaða lands sem er í heiminum. Mig langar svo til þess að pakka bara niður í ferðatöskuna og fara út á flugvöll og flýja raunveruleikann í viku eða svo í fallegri borg eitthver staðar út í heimi. Engar áhyggjur, bara ég og heimurinn. Hversu fallegar eru þessar myndir?

Uppáhalds



Þessar myndir fá mig til þess að velta því fyrir mér af hverju maður ferðast ekki meira? Maður lifir bara lífinu einu sinni og það er eins gott fyrir mann að lifa því lifandi! Ævintýrin eru bara bíðandi eftir manni þarna úti, bíðandi eftir því að maður standi upp og komi lífinu sínu á stað.

Friday, February 17, 2012

ILVA óskalistinn minn

Óh ILVA er með alltof mikið af fallegum vörum, svo stílhreint en samt svo cute eitthvað. Mig langar í nánast allt í þessari verslun, grínlaust. Ég gæti fyllt íbúðina af allskonar litlum og sætum krúsídúllum úr ILVU.
Sætur fuglavasi
Stytta..
Hreindýra kertastjaki
Diskur
Öll þessi lína er bara mjög sæt

Bókastoð
Kertastjaki

-''-
Vasi
Blingbling..




Tuesday, February 14, 2012

Valentínusardagur

Gleðilegan Valentínusardag


Ég veit að mörgum þykir valentínusardagur vera klysja, en hvað er af því að hafa einn dag á ári til þess að heiðra þá sem að maður elskar? Fólk þarf ekki að eiga maka til þess að geta haldið upp á valentínusardaginn, fólk getur alveg eins gert eitthvað skemmtilegt með vinum sínum :)

Ég er reyndar ekkert búin að gera neitt merkilegt sjálf í dag, þarf að skila verkefni í sálfræði, ritgerð í íslensku og svo er próf á morgun í sálfræði líka. En ég ætla ná að troða því inn í dagskrána mína í dag að fara út að borða eða gera eitthvað skemmtilegt :)

Krúttlegur mogunmatur í rúmmið
RISA rósabúnt


Takið smá tíma fyrir þá sem að þið elskið í dag.. gerið eitthvað fallegt fyrir hvort annað. Það gerir daginn svo miklu skemmtilegri :)

Monday, February 6, 2012

Jeffrey Campbell

Ég verð að eignast að minnsta kosti eitt par af JC skóm, helst 30 haha. En ég er hrædd um að ég gæti aldrei valið mér bara eitt!! Þeir eru allir svo fallegir í svo mörgum gerðum og svo mörgum litum, en það versta er hvað þeir eru dýrir..

Gaaah ég gæti haldið endalaust áfram....

Wednesday, February 1, 2012

Annar mánuður ársins, strax runninn upp

Mmmm kósí kvöld í gær með kæró, leigðum dvd myndir og átum nammi. No strings attached var furðulega góð skemmtun, reyndar sofnaði ég þegar að komið var að myndinni sem að Sindri valdi ehe.. Núna er ég bara að bíða eftir að ég fái útborgað svo að ég geti nú leist út jakkann minn og úrið mitt í pósthúsinu, haha já ég er það fátæk. Svo vill svo heppilega til að götumarkaðarnir voru að byrja, haha ég segi svona ætla ekki alveg að missa mig, þarf að spara, Sindri á afmæli í febrúar :)

Sæti jakkinn minn
Úrið mitt, annað til hægri (gull leopard) 
Ekkert rosalega góð mynd af því, kannski að ég taki aðra þegar að ég fæ það í hendurnar :)

Ég er búin að vera keyra helling og ég ætla fljótlega að fara sækja sætu vinkonu mína þar sem að hún er að taka bóklega prófið núna. Við vorum að spá í að fara skella okkur á fullt í ræktina, sjáum hvernig það fer haha.

Já meðan ég man þá erum ég og Sindri byrjuð á fullu að laga til hjá okkur í íbúðinni/bílskúrnum og erum að fara umbreyta herberginu okkar algjörlega. Verður spennandi að sjá hvernig það tekst hjá okkur :)