Sunday, February 19, 2012

Travel

Mig dreymir um að ferðast um heiminn. Ef að ég ætti endalaust af peningum myndi ég eflaust fara í heimsreisu. Það væri svo yndislegt að geta fengið að fara til hvaða lands sem er í heiminum. Mig langar svo til þess að pakka bara niður í ferðatöskuna og fara út á flugvöll og flýja raunveruleikann í viku eða svo í fallegri borg eitthver staðar út í heimi. Engar áhyggjur, bara ég og heimurinn. Hversu fallegar eru þessar myndir?

Uppáhalds



Þessar myndir fá mig til þess að velta því fyrir mér af hverju maður ferðast ekki meira? Maður lifir bara lífinu einu sinni og það er eins gott fyrir mann að lifa því lifandi! Ævintýrin eru bara bíðandi eftir manni þarna úti, bíðandi eftir því að maður standi upp og komi lífinu sínu á stað.

No comments:

Post a Comment