Gleðilegan Valentínusardag
Ég veit að mörgum þykir valentínusardagur vera klysja, en hvað er af því að hafa einn dag á ári til þess að heiðra þá sem að maður elskar? Fólk þarf ekki að eiga maka til þess að geta haldið upp á valentínusardaginn, fólk getur alveg eins gert eitthvað skemmtilegt með vinum sínum :)
Ég er reyndar ekkert búin að gera neitt merkilegt sjálf í dag, þarf að skila verkefni í sálfræði, ritgerð í íslensku og svo er próf á morgun í sálfræði líka. En ég ætla ná að troða því inn í dagskrána mína í dag að fara út að borða eða gera eitthvað skemmtilegt :)
Krúttlegur mogunmatur í rúmmið
RISA rósabúnt
Takið smá tíma fyrir þá sem að þið elskið í dag.. gerið eitthvað fallegt fyrir hvort annað. Það gerir daginn svo miklu skemmtilegri :)
No comments:
Post a Comment