Sunday, February 19, 2012

Lazy Sunday

Mmm það var svo gott að fá að sofa út í morgun, ég kann sko að meta það að hafa ekkert planað yfir daginn.
Ég dundaði mér við það að þrífa burstasettið mitt, sem var orðið vel skítugt. Ég fór eftir þessu myndbandi á Youtube; http://www.youtube.com/watch?v=vVdciJkmb7o Mjög sniðugt, bara smá sápa og olía og þeir eru eins og nýjir! Keypti mér líka svona krúttlegan blómapott undir þá, vegna þess að ég var orðin þreytt á því að hafa þá alltaf upprúllaða í leðurtöskunni. Mikið auðveldara að ná í þá svona :)

Afsakið lélega webcam mynd, nenni ekki að hlaða myndavélina

Svo já dagurinn minn er aðallega bara búinn að fara í eitthvað svona dundur og að taka til, ætla fara læra fljótlega en fyrst þarf ég að fara sækja litla bróður :) Njótið það sem eftir er af sunnudeginum. Adios!

No comments:

Post a Comment