Saturday, March 3, 2012

Long time no see

Langt síðan að ég bloggaði, búið að vera svo mikið að gera hjá mér í skólanum og ég og Sindri erum búin að taka alla íbúðina í gegn. Pósta kannski myndum af því seinna, þegar ég er búin að klára.
En allavega þá er ég búin að vera að passa hana Lilju mína í allan dag, var að losna núna, haha :)
Við erum bara búnar að vera dúlla okkur í dag og ég er búin að ná að gera 2 DIY verkefni. Woho!
Ákvað að vera svo sniðug og sýna ykkur myndir af því hér á blogginu :)

Pósta kannski betri mynd seinna, þegar að ég er með það á mér.
Snyrti aðstaðan sem að ég og Sindri erum búin að búa til.

DIY sem að ég gerði fyrr í febrúar.

Burstasettið sem að ég fjallaði um í færslunni á undan.
Dadaaa, er búin að eyða löööngum parti af deginum í þetta (léleg mynd)

Fallega peysan sem að mamma var að prjóna handa mér.

Haha svona var Lilja í dag, lá á gólfinu og horfði á Mr. Bean.

Sæta dúllan að borða sjálf skyr í kvöldmatinn, endaði með að ég þurfti bara að baða hana.

Þá er það ekki meira í bili, er farin út að gera eitthvað skemmtilegt :) Endilega commentið ef að þið hafið eitthvað um þetta að segja, alltaf gaman að vita að sé verið að fylgjast með því sem að maður gerir. 

Adios amigos!

1 comment:

  1. So nice :) komdu heim til mín að föndra

    ReplyDelete