Tuesday, August 28, 2012

Resistance is futile

Ætlaði að bíða með það að kaupa mér svona jakka þar til ég færi til Danmerkur. En svo kom hann í Dúkkuhúsið í dag og á mjög svo góðu verði svo að ég gat eiginlega ekki staðist hann. Þannig að hann fékk að fljóta með mér heim.

Love it

Friday, August 24, 2012

Lindex must haves

Það er bara gaman að vera byrjuð í skólanum aftur, en er samt strax orðin ógurlega spennt fyrir danmörku ferðinni minni eftir þrjár vikur. Er búin að ákveða að kaupa mér nýjan síma, er að fylgjast með verðinu á Samsung Galaxy S II. En símar lækka í verði ótrúlega hratt, hann er strax kominn niður í 64.999 kr. í fríhöfninni og er ég að vona að hann eigi eftir að lækka en meira á þessum þremur vikum.

Að öðru þá er ég gjörsamlega búin að vera að stalka H&M og Ginu Tricot, fylgist reglulega með nýju vörunum sem streyma inn. En ég hef ekki bara verið að fylgjast með þeim heldur er ég líka spennt fyrir Lindex, Bik Bok, New Yorker og Monki. Ef svo vill til að þið vitið um fleiri skemmtilegar og frekar ódýrar búðir út í Danmörku, væri ég þakklát ef að þið mynduð láta mig vita :)

Lindex

Vona að þessar verði til úti, æðislegar 
Þessar helst líka, þarf að stack up af buxum
Langar að eignast allavega eina peysu í metal lit, helst gyllta

Must have vetrarins, loðvesti
Er að dýrka vínrauða litinn
Skulls




- Love

Mirror mirror on the dresser

Jæja það er cleaning day eftir skóla í dag, þá get ég ekki annað en farið og látið mig dreyma um ný húsgögn úr IKEA. Þar á meðal þessa yndislegu spegla MALM kommóðu. En hún kostar aðeins meira en þessar venjulegu MALM kommóður, ekki meira né minna en 64.950 kr. Sé ekki fram á því að fara kaupa þessa eitthvað á næstunni..

En falleg er hún.


Kommóðan í action

Monday, August 20, 2012

Skólataska

Skellti mér loksins á alvöru skólatösku, er búin að vera nota bara venjulegar töskur sem að hafa farið frekar illa með tölvuna mína.

En þessi taska er sér fartölvutaska með góðu hólfi fyrir tölvuna mína og nógu stór fyrir nokkrar bækur líka :) Fylgir líka með svo þykkt og gott band fyrir öxlina. 

Saturday, August 18, 2012

Kolaportið

Ég fór í kolaportið áðan að kíkja á Dúkkuhús systurnar sem að voru þar með heilan helling af fötum. Hefði sko viljað hafa meiri tíma þarna en þvílík þrengsli og brjálaðslega mikið af fólki fældu mig í burtu haha. En ég náði allavega að kippa með mér meðal annars þessum leðurjakka.

Ásamt tveimur peysum, bol og kjól, allt saman á 6.000 kr. :)



Friday, August 17, 2012

Tangle Teezer

Er gjörsamlega að love-a Tangle Teezer hárburstan minn sem að ég sótti í póstinum í dag. Hann er æðislegur fyrir svona sítt og erfitt hár eins og mitt, get meira segja greitt auðveldlega í gegnum hárið mitt þegar að það er blautt!


Fékk mér þennan bleika úr Juicy Fruit línunni þeirra

NEW IN

NEW IN, H&M

Hár teygja
WANT!

NEW IN, Gina Tricot




límmiða tattoo, haha gaman að prófa