Hef mikið verið að spá í því að fá mér nýjan síma. Í augnablikinu á ég Nokia C3 sem að er ágætis sími en dugar fyrir lítið annað en að hringja og senda sms. Mig langar ósköp mikið í Samsung Galaxy SIII en hugsa að ég fái mér frekar Samsung Galaxy SII. Hann er nú að kosta 71.999 kr. í fríhöfninni :)
Hvað finnst ykkur, eru þetta ekki snilldar símar :)?
Svona töskur eru snilld ef að maður nennir ekki endilega að hafa veskið með
Missti mig aðeins að skoða covers á eBay
No comments:
Post a Comment