Friday, November 16, 2012

Jóla jól

Skyndilegt jólaskap skaust upp í kollinn á mér í dag, það er eitthvað við hvítan ný fallin snjóinn og jólalögin á Létt Bylgjunni sem að koma mér í gott skap. Þannig að ég byrjaði daginn á því að undirbúa excel skjal, (já nördalegt, ég veit) og setja saman lista yfir jólagjafa hugmyndir handa þeim sem að ég ætla að gefa gjafir þetta árið. Viti menn þetta svínvirkaði er strax búin að versla eina gjöf í gegnum netið, jeij svo gaman. 

Mér finnst svo æðislegt að reyna að finna fullkomnu gjöfina fyrir hvern og einn, sem að er auðvitað challenge útaf fyrir sig. En með snjó fylgir kólnandi veðurfar svo að ég er farin að girnast allt sem að er loðið. Eins og þessi girnilegu kanínu ennisbönd sem að fást í þrem litum.




Fást hér á 5.490 kr.

Eins þetta girnilega tilboð hjá Smart Boutique, fæst hér


No comments:

Post a Comment