Friday, March 21, 2014

100 Happy Days: Pt. 3

Já það er komið að part 3! Á bara 1/4 eftir af þessari áskorun, búið að ganga furðu vel hjá mér. Læt myndirnar fylgja frá dögum 51-75

Dagur 51: Fór í miðbæinn með kærastanum, kíktum í Eymundsson og fengum okkur kaffi (kakó fyrir mig)

Dagur 52: Fékk pakka, víí bubble wrap

Dagur 53: Já ég byrjaði að horfá Game of Thrones svona seint og já ég er núna up to date

Dagur 54: Kærastinn átti afmæli, fórum á Friday's og Valdís

Dagur 55: Fékk mér mitt fyrsta tattoo, no ragrets bra haha

Dagur 56: Svæfði þessa dúllumús

Dagur 57: Litla frænka mín varð skírð í höfuðið á mömmu, Eybjörg Lára. Ég fékk þann heiður að vera guðmóðir hennar.

Dagur 58: Hin litla frænka mín var svo skírð daginn eftir, hún heitir því nafni Sigfríður Sól

Dagur 59: Bolludagur í vinnunni nomnom

Dagur 60: Saltkjöt og baunir, túkall!

Dagur 61: Brjálaður snjór

Dagur 62: Fór á rúntinn með þessum elskum
Dagur 63: Fórum upp í sumarbústað, þurftum að klífa upp svaka skafl með alla pokana okkar


Dagur 64: Fór á árshátíð hjá Animu, félag sálfræðinema. Somersby í fordrykk, þau kunna þetta

Dagur 65: Fór á bókamarkaðinn, er nú loksins að byrja á bókasafninu mínu

 
Dagur 66: Tumi fær ekki að koma upp í rúmm og þau fáu skipti sem að hann gerir það er hann algjör prinsessa
Dagur 67: Kósí hár

Dagur 68: Amma átti afmæli, gaf henni svona sumarlega túlípana

Dagur 69: Þessi litla mús var veik, horfðum saman á How to Train a Dragon

Dagur 70: Fór með þessum á rúntinn

Dagur 71: Byrjaði að spila Hearthstone

Dagur 72: Keypti mér nýtt útvarp og páska nammi

Dagur 73: Páskaöl!

Dagur 74: Lét loksins verða að því að klippa hárið mitt, stytti um svona 10 cm, létti helling á því, feels great


Dagur 75: Lék við þennan engil



- Sigrún Alda

Wednesday, March 19, 2014

Dr. Woo Tattoo

Eftir að ég er komin með mitt fyrsta tattoo er ég orðin hooked á því að skoða fleiri. Rakst á tattoo artistan Dr. Woo, sem gerir ein þau allra flottustu tattoo sem ég hef séð. Smáatriðin eru ótrúleg, þið verðið bara eiginlega að sjá fyrir ykkur sjálf.














Viljiði sjá meira? Datt það í hug, getið kíkt á instagramið hans hér !

- Sigrún Alda

Tuesday, March 18, 2014

Maleficent

Ég er algjör Disney fan og hef því alltaf gaman af því þegar að það koma út nýjar Disney myndir. Hvað þá þegar að það koma dekkri útgáfur af gömlu góðu ævintýrunum. Maleficent, illmennið í Þyrnirós er nú að koma með sýna eigin mynd í sumar og hana leikur enginn önnur en hún Angelina Jolie.






Mac er einmitt að fara að gefa út línu tileinkaða henni nú í vor.


Trailer

Go villians!

- Sigrún Alda

Thursday, March 13, 2014

Teikning

Þegar að maður er veikur heima finnur maður sér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Ákvað að ljúka við teikningu af Tuma sem að ég byrjaði á í Ágúst. Hún endaði allt öðruvísi en að ég hafði ætlað mér fyrst, en það er það sem að mér finnst svo skemmtilegt við að teikna. Maður veit aldrei hvernig myndin á eftir að koma út. Deili þessu með ykkur hér til gamans. 

Gentleman Bulldog


-Sigrún Alda