Friday, March 21, 2014

100 Happy Days: Pt. 3

Já það er komið að part 3! Á bara 1/4 eftir af þessari áskorun, búið að ganga furðu vel hjá mér. Læt myndirnar fylgja frá dögum 51-75

Dagur 51: Fór í miðbæinn með kærastanum, kíktum í Eymundsson og fengum okkur kaffi (kakó fyrir mig)

Dagur 52: Fékk pakka, víí bubble wrap

Dagur 53: Já ég byrjaði að horfá Game of Thrones svona seint og já ég er núna up to date

Dagur 54: Kærastinn átti afmæli, fórum á Friday's og Valdís

Dagur 55: Fékk mér mitt fyrsta tattoo, no ragrets bra haha

Dagur 56: Svæfði þessa dúllumús

Dagur 57: Litla frænka mín varð skírð í höfuðið á mömmu, Eybjörg Lára. Ég fékk þann heiður að vera guðmóðir hennar.

Dagur 58: Hin litla frænka mín var svo skírð daginn eftir, hún heitir því nafni Sigfríður Sól

Dagur 59: Bolludagur í vinnunni nomnom

Dagur 60: Saltkjöt og baunir, túkall!

Dagur 61: Brjálaður snjór

Dagur 62: Fór á rúntinn með þessum elskum
Dagur 63: Fórum upp í sumarbústað, þurftum að klífa upp svaka skafl með alla pokana okkar


Dagur 64: Fór á árshátíð hjá Animu, félag sálfræðinema. Somersby í fordrykk, þau kunna þetta

Dagur 65: Fór á bókamarkaðinn, er nú loksins að byrja á bókasafninu mínu

 
Dagur 66: Tumi fær ekki að koma upp í rúmm og þau fáu skipti sem að hann gerir það er hann algjör prinsessa
Dagur 67: Kósí hár

Dagur 68: Amma átti afmæli, gaf henni svona sumarlega túlípana

Dagur 69: Þessi litla mús var veik, horfðum saman á How to Train a Dragon

Dagur 70: Fór með þessum á rúntinn

Dagur 71: Byrjaði að spila Hearthstone

Dagur 72: Keypti mér nýtt útvarp og páska nammi

Dagur 73: Páskaöl!

Dagur 74: Lét loksins verða að því að klippa hárið mitt, stytti um svona 10 cm, létti helling á því, feels great


Dagur 75: Lék við þennan engil



- Sigrún Alda

2 comments: