Wednesday, February 1, 2012

Annar mánuður ársins, strax runninn upp

Mmmm kósí kvöld í gær með kæró, leigðum dvd myndir og átum nammi. No strings attached var furðulega góð skemmtun, reyndar sofnaði ég þegar að komið var að myndinni sem að Sindri valdi ehe.. Núna er ég bara að bíða eftir að ég fái útborgað svo að ég geti nú leist út jakkann minn og úrið mitt í pósthúsinu, haha já ég er það fátæk. Svo vill svo heppilega til að götumarkaðarnir voru að byrja, haha ég segi svona ætla ekki alveg að missa mig, þarf að spara, Sindri á afmæli í febrúar :)

Sæti jakkinn minn
Úrið mitt, annað til hægri (gull leopard) 
Ekkert rosalega góð mynd af því, kannski að ég taki aðra þegar að ég fæ það í hendurnar :)

Ég er búin að vera keyra helling og ég ætla fljótlega að fara sækja sætu vinkonu mína þar sem að hún er að taka bóklega prófið núna. Við vorum að spá í að fara skella okkur á fullt í ræktina, sjáum hvernig það fer haha.

Já meðan ég man þá erum ég og Sindri byrjuð á fullu að laga til hjá okkur í íbúðinni/bílskúrnum og erum að fara umbreyta herberginu okkar algjörlega. Verður spennandi að sjá hvernig það tekst hjá okkur :)

2 comments: