Ég hef ekki litið við blogginu síðan í byrjun sumars, vegna fráfalls yndislegrar móður. Lífið hefur hálfgert staðið í stað frá fráfalli hennar, en minning hennar lifir áfram í hjarta mínu, sem og hjá mörgum öðrum.
Í upphafi sumars skrifaði ég pistil hér um lífið og tilveruna til heiðurs elskulegri mömmu minni. Það lásu hann ótal margir sem að mér þykir vænt um og vona ég að hann hafi vakið fólk til umhugsunar.
En nú taka hins vegar hinar ýmsu breytingar við og er skólinn í þann mund að hefjast. Ég veit að það eru bjartari tímar framundan og er kominn tími til þess að leyfa lífinu að ganga sinn vana gang. Því fékk ég allt í einu þá hugmynd um að halda áfram að blogga og vona að sem flestir fylgist með.
Kær kveðja, Sigrún Alda.
Gott hjá þér að byrja aftur. Þú ert sterk.
ReplyDeleteGangi þér vel :*
Kv. Oddný Lísa
Takk fyrir það Oddný mín :)
ReplyDelete