Wednesday, November 5, 2014

Góðverk helgarinnar



Aðfaranótt sunnudags varð ég fyrir þeirri miður skemmtilegri reynslu að týna seðlaveskinu mínu niðrí miðbæ Reykjavíkur. Þá erum við að tala um að allt hafi verið í þessu veski, greiðslukort, ökuskírteini, háskólakortin, peningar bara nefndu það! Ekki nóg með það þá þótti mér líka mjög vænt um veskið en það var jólagjöf frá bestu vinkonu minni.

Ég hljóp upp og niður laugaveginn eins og brjálæðingur íklædd halloween búning ásamt svo mörgum öðrum. Byrjun mánaðarins og það mætti halda að allir hafi fengið þá hugmynd að fara niðrí bæ á þessum tíma! Ég bara skil það ekki, haha! Miður mín hringdi ég í fyrrnefndu vinkonu mína og bað hana um að sækja mig vegna þess að það var engin leið fyrir mig að borga leigubíl heim.

Daginn eftir þegar ég var löngu búin að gefa upp alla von að fá veskið aftur fékk ég skilaboð á facebook um að veskið mitt væri fundið. Þá hafði þessi tiltekni ungi maður fundið veskið mitt og tekið það með sér heim, reynt að ná í mig á ja.is en þar sem ég er ekki skráð þar fundið mig á facebook. Án djóks trú mitt á mannkynið rauk upp við þessa reynslu. Vona að karmað eigi eftir að fara vel með þennan dreng! Á meðan mun ég læra af reynslunni og aldrei fara með allt heila klabbið niðrí bæ aftur.



- Sigrún Alda

Monday, November 3, 2014

Sweater Weather

Algjört peysuveður í dag! Kaldur mánudagur, nóvember byrjaður, haustið að kveðja og veturinn að taka við. Kannski ekki skrítið að þykkar og kósí peysur hafa einkennt Pinterestið mitt síðustu daga.











- Sigrún Alda


Wednesday, October 29, 2014

Nordic Wishlist

Untitled #3
Er búin að þrá þennan hrafna púða frá By Nord síðan að ég sá hann á Akureyri í sumar. Ótrúlega fallegur, myndin gefur honum ekki nógu góð skil. Pyro pet kertin eru eitthvað sem að ég mun eignast! Veit bara ekki alveg hvenær, frábær hönnun eftir Þórunni Árnadóttur. Efst uppi fyrir miðju sjáum við svo MoMa dagatal, mjög skemmtileg útfærsla af dagatali fæst í Minju á Skólavörðustíg.


- Sigrún Alda

Saturday, April 26, 2014

IKEA

Þar sem að ég er veik heima hef ég ekkert betra að gera en að setja saman einn lítinn IKEA óskalista. Sit hér og dreymi um að heimilið sé hreint og fullkomið og ég með óteljandi heimild á kortinu. En lífið er víst ekki svo gott, þannig að um er að gera að njóta bara með auganu.

Ikea love

Er ferlega skotin í þessum nýja púða og á þegar Hönefoss speglanna en það má alltaf bæta í safnið. Allar þessar vörur fást í IKEA á Íslandi.


- Sigrún Alda

Wednesday, April 23, 2014

Sleek Makeup - Haustfjörð

Haustfjörð er ný íslensk vefverslun stofnuð af förðunarfræðing. Hún selur förðunarvörurnar frá Sleek, hlægilega ódýrar og spennandi vörur. Ákvað að skella mér á þrjár vörur hjá henni, endilega skoðið úrvalið hvort þetta sé eitthvað fyrir ykkur. Veit ekki með ykkur en ég fagna því alltaf þegar að það er boðið upp á ódýrar og góðar vörur hér á Íslandi.

Matte me - Brink Pink: Gloss sem er samt eiginlega eins og mattur varalitur. Mig hefur lengi langað til þess að prufa lime crime glossin og er að vonast eftir því að þessir séu jafn góðir. Er fljótandi fyrst en verður síðan alveg matt. Fæst hér

Eyebrow Stylist: Er algjör sökker fyrir augabrúnavörum. Þar sem að ég er með mjög ljósar augabrýr er ég alltaf að leitast eftir hinum fullkomna blýanti. Hlakka til að prufa þennan! Fæst hér

True color lipstick - Baby Doll: Mig vantar sætan nude varalit sem að hentar við allt! Nude varalit sem er fullkomin við smokey förðun, hef ekki enþá fundið þann eina rétta. Here's hoping! Fæst hér


- Sigrún Alda

Sunday, April 13, 2014

100 Happy Days: Pt 4

Já þetta tókst víst! 100 myndir á 100 dögum, ekki svindlað og sleppt úr degi. Var mikið erfiðara en að ég hélt, enda er ég búin að sjá þó nokkuð marga gefast upp á þessari áskorun. En ég er mjög ánægð með sjálfa mig að hafa náð að klára þetta, eftir allt þá var ég nú að þessu fyrst og fremst fyrir mig sjálfa. En hér koma dagar 76-100, endilega njótið síðustu daganna með mér :)

Dagur 76: Fór á konukvöld Smáralindarinnar, keypti mér sitthvað og skellti mér svo á Castello

Dagur 77: Tattoið búið að gróa svona líka vel

Dagur 78: Fór í smá þrif og kaup á baðherbergisvörum

Dagur 79: Tók þátt í nomakeupchallenge. 

Dagur 80: Keypti mér bonsai tré, já það er dautt núna :(

Dagur 81: Fórum með þessum á rúntinn

Dagur 82: Haha þarna var ég alveg á last minute, en kærastinn gerir mig alltaf glaða :)

Dagur 83: Jarðaber og appelsínu súkkulaði nom

Dagur 84: Grillhús deit

Dagur 85: Bíó á Need for Speed, frekar góð bara

Dagur 86: Fórum í smá göngu með þennan

Dagur 87: Skelltum okkur á Vegamót, er sjúk í Penne Pasta

Dagur 88: Horfði á síðasta How I Met Your Mother :(

Dagur 89: Fór í heimsókn til guðdóttur minnar

Dagur 90: Las Hljóðin í nóttinni

Dagur 91: Keypti mér loksins Nike Free Run <3 ást við fyrstu sýn

Dagur 92: Ferming hjá Sölva mági mínum

Dagur 93: Kósí sunnudagur

Dagur 94: Fór á rúntinn með Grétu minni

Dagur 95: Las þessa

Dagur 96: Regnbogi á leiðinni heim úr vinnunni

Dagur 97: Skellti mér á kósíkvöld Kringlunnar með þessum, þarna vorum við á nýju fabrikkunni

Dagur 98: Kósí föstudagur, Delivery man, kertaljós og rómantík

Dagur 99: Eignaðist loksins Naked 2 pallettuna mína. Yndislega frænkan mín kippti einni með fyrir mig frá NY

Dagur 100: Gerði mér góðan dag og nældi mér í þetta sett, maður er víst ekki maður með mönnum vinnandi í bókabúð og ekki búin að lesa þessa snilld.

H&M wishlist

Ákvað að týna nokkra hluti í ósýnilega innkaupakörfu á þessum fallega sunnudegi. Var voða samviskusöm og neitaði mér um ýmislegt, valdi bara það sem að mig nauðsynlega vantar. Vúps upphæðin fór upp í 23.000 kr. En það má svosem deila um hve mikill peningur það sé fyrir 13 hluti, færð tvær flíkur á þessu verði hér á Íslandi. Njótið! Ætla að fara að koma mér út úr húsi, sýnist ég vera að missa af öllu góða veðrinu.


H&M wishlist

H&M wishlist by sigrun-alda-ragnarsdottir featuring H&M

- Sigrún Alda 



Friday, March 21, 2014

100 Happy Days: Pt. 3

Já það er komið að part 3! Á bara 1/4 eftir af þessari áskorun, búið að ganga furðu vel hjá mér. Læt myndirnar fylgja frá dögum 51-75

Dagur 51: Fór í miðbæinn með kærastanum, kíktum í Eymundsson og fengum okkur kaffi (kakó fyrir mig)

Dagur 52: Fékk pakka, víí bubble wrap

Dagur 53: Já ég byrjaði að horfá Game of Thrones svona seint og já ég er núna up to date

Dagur 54: Kærastinn átti afmæli, fórum á Friday's og Valdís

Dagur 55: Fékk mér mitt fyrsta tattoo, no ragrets bra haha

Dagur 56: Svæfði þessa dúllumús

Dagur 57: Litla frænka mín varð skírð í höfuðið á mömmu, Eybjörg Lára. Ég fékk þann heiður að vera guðmóðir hennar.

Dagur 58: Hin litla frænka mín var svo skírð daginn eftir, hún heitir því nafni Sigfríður Sól

Dagur 59: Bolludagur í vinnunni nomnom

Dagur 60: Saltkjöt og baunir, túkall!

Dagur 61: Brjálaður snjór

Dagur 62: Fór á rúntinn með þessum elskum
Dagur 63: Fórum upp í sumarbústað, þurftum að klífa upp svaka skafl með alla pokana okkar


Dagur 64: Fór á árshátíð hjá Animu, félag sálfræðinema. Somersby í fordrykk, þau kunna þetta

Dagur 65: Fór á bókamarkaðinn, er nú loksins að byrja á bókasafninu mínu

 
Dagur 66: Tumi fær ekki að koma upp í rúmm og þau fáu skipti sem að hann gerir það er hann algjör prinsessa
Dagur 67: Kósí hár

Dagur 68: Amma átti afmæli, gaf henni svona sumarlega túlípana

Dagur 69: Þessi litla mús var veik, horfðum saman á How to Train a Dragon

Dagur 70: Fór með þessum á rúntinn

Dagur 71: Byrjaði að spila Hearthstone

Dagur 72: Keypti mér nýtt útvarp og páska nammi

Dagur 73: Páskaöl!

Dagur 74: Lét loksins verða að því að klippa hárið mitt, stytti um svona 10 cm, létti helling á því, feels great


Dagur 75: Lék við þennan engil



- Sigrún Alda